Advertisement
Velkomin á heimasíðu Oddhóls
Áramótakveðja Prenta Rafpóstur
miðvikudagur 2. janúar 2013
pi4l9622
Við óskum viðskiptavinum, ættingjum og vinum gleðilegs árs og friðar. Þökkum fyrir árið 2012
 
Klár í slaginn Prenta Rafpóstur
mánudagur 27. júní 2011
stakkur_og_diddi Stakkur og Diddi  á LM2006. Mynd/Axel Jón
Fjölskyldan frá Oddhóli er komin á mótsstað og klár í landsmótsslaginn. Stakkur er vel undirbúinn og í góðu formi fyrir A-flokkinn. Einnig eru Jarl og Diddi skráðir í meistaraflokkinn í Tölti.

Sylvía mætir með gæðinginn Þröst frá Hólum í A-flokkinn en þeim hefur gengið vel á keppnisbrautinni. Hún verður svo með Þóri frá Hólum í B-flokknum og Árni Björn etur kappi á Firru Gustsdóttur frá Hóli frá Þingnesi. Sara keppir svo í ungmennaflokki á Ögra frá Oddhóli. Oddhóll óskar hestamönnum til hamingju með LM2011 og keppnisfólki góðs gengis.

 

 
Aris og Árni Björn komnir í landsliðið Prenta Rafpóstur
föstudagur 24. júní 2011

aris_72-1Árni Björn Pálsson og Aris frá Akureyri sigruðu a-flokkin á LM2008. Mynd/Axel Jón

Árni Björn Pálsson og Aris frá Akureyri hafa tryggt sér þátttökurétt á HM fyrir hönd Íslands. Við óskum Árna Birni til hamingju með árangurinn og óskum þeim alls hins besta á heimsmeistaramótinu.

Sex knapar tryggðu sér sæti í íslenska landsliðinu í hestaíþróttum, sem keppir fyrir Íslands hönd á HM2011 í Austurríki, á úrtöku móti á Sörlastöðum. Fjórir fullorðnir og tvö ungmenni. Árni Björn Pálsson á Aris frá Akureyri í fimmgangi, Hulda Gústafsdóttir á Kjuða frá Kirkjuferjuhjáleigu í fjórgangi, Viðar Ingólfsson á Tuma frá Stóra-Hofi í tölti, Eyjólfur Þorsteinsson á Ósk frá Þingnesi í slaktaumatölti, Hekla Katarína Kristinsdóttir á Gautreki frá Torfastöðum í fjórgangi og tölti, og Teitur Árnason og Gammur frá Skíðbakka í slaktaumatölti.

Að auki eiga gullverðlaunahafar frá HM2009 þátttökurétt: Rúna Einarsdóttir heimsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum, Bergþór Eggertsson heimsmeistari í 250m skeiði, og Jóhann Skúlason heimsmeistari í tölti. Hinrik Bragason varð að hætta við þátttöku í seinni umferð í fimmgangi þar sem Glymur frá Flekkudal var meiddur, en þeir eru taldir líklegir sem liðstjóravaldir. Gamla kempan Reynir Aðalsteinsson var hársbreidd frá því að vinna sér sæti í úrtökunni, en tapaði því með minnsta mögulega mun, einni kommu. Hestablaðið greindi frá.

 
Úrval hesta til sölu Prenta Rafpóstur
þriðjudagur 1. febrúar 2011
hjaltalin1 Hjaltalín frá Oddhóli er til sölu. Sonur Þyrnis frá Laugarvatni og Rastar frá Kópavogi.
Hér á heimasíðunni hjá okkur höfum við sett inn nokkur söluhross. Við höfum ætið mikið úrval af söluhestum bæði fyrir vana og óvana á öllum stigum tamningarinnar. Við eigum líka ræktunarhross, keppnishesta og reiðhesta, einnig ræktunarhryssur með folöldum og fylfullar hryssur.

Hægt að sjá ætt allra hrossanna og með því að smella á YouTube merkið er viðkomandi fluttur sjálfkrafa á myndbandið af söluhrossinu. Stundum byrjar myndbandið á stillimyndum áður en hreyfimyndin hefst. Í flestum auglýsingunum eru nokkrar myndir ásamt stuttri lýsingu á hrossinu og verði í Evrum. Við vonum að þið finnið hross hjá okkur við ykkar hæfi.
 
Kennsludiskurinn Skeið á ensku og þýsku Prenta Rafpóstur
fimmtudagur 6. janúar 2011
skeid_dvd
Kennsludiskurinn Skeið er nú kominn út á ensku og þýsku. Á þessum kennsludiski fer Sigurbjörn skipulega yfir undirbúning og uppbyggingu knapa og hests fyrir skeið, tækni í niðurtöku og á skeiðspretti. Þar fléttast saman einstök kunnátta kennarans, íslensk reiðmennskuhefð og samspil æfinganna við náttúruna.
 
<< Byrja < Fyrri 1 2 Næsta > Endir >>

 
 
 
 
Höfundarréttur © 2010 Oddhóll - Allur réttur áskilinn.
 
 
 
Design by Next Level Design / Script by Joomla!